Íslenskt áfengislöggjöf í augum geimvera

Ímyndum okkur að hingað kæmi geimvera, svona óforvarendis. Myndi poppa upp skyndilega á Klambratúni, glaðvær og yfir sig spennt yfir utanlandsferðinni. Fyrsta verk hennar yrði væntanlega það að rölta yfir í næstu vínbúð og kaupa sér Thule. Hún verður svolítið hissa á þessari fallegu umgjörð vínbúðarinnar og spyr verslunarstjórann hvort það sé búið að afsanna að áfengi sé óhollt. Hvort það sé kannski bara hollt?

Nei nei nei, verslunarstjórinn þvertekur fyrir þetta. Áfengi er óhollt og eitt það mesta böl sem hefur hent manninn. Það væri ábyrgðarleysi að vera með aðra afstöðu en þá. Þessvegna, heldur hann áfram, erum við með auglýsingar hérna inni sem ráðleggja fólki að hegða sér sómasamlega þegar það drekkur , það má ekki breytast í svín, og leggjum ríka áherslu á ungt fólk undir tvítugu fái ekki afgreiðslu. Verslunarstjórinn bætir síðan við að undanfarin ár hafa komið fram einstaka frumvarp á alþingi allra landsmanna um að afnema ríkiseinokunina á sölu áfengis og jafnvel færa það yfir til almennra verslana. Sem er bara púra siðleysi! Jahá segir geimveran svolítið ringluð. Afhverju eru þið mótfallin því?  Jú það myndi auka neysluna verulega, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Sem væri skelfilegt. Bíddu nú við, segir geimveran skeptísk, ég er ekki alveg að ná þessu. Er hið opinbera markvisst að selja almenningi eitur?!

 En só long félagi, hef ekki tíma í þetta. Þarf að hundskast af stað.

Þegar heim er komið segir geimveran frá þessu skrýtna landi á þessari skrýtnu plánetu. Hún segir svo: á jörðunni er til stórhættulegt efni, í vökvaformi sem fólk síðan drekkur (og að sögn verslunarstjóra ÁTVR drekkur það svo hömlulaust að það breytist í svín, takk fyrir túkall). Ríkisvaldið vill því sjá um söluna á því sjálft, svona til öryggis í sérstökum búðum. Málið er bara, hvíslar geimveran, að ég kaupi þetta ekki. Ég held þetta sé samsæri. Svakalegasta samsæri síðan Kenndy var ráðinn af dögum. Ef áfengi er svona hættulegt ætti hið opinbera ekki að halda fólki frá því? En óekki. Það eru áfengisbúðir úti um allt, og meiraðsegja mörg útibú úti á landsbyggðinni. Og það sem meira er, það sagði mér maður að fjöldi áfengisverslana hefði tífaldast á síðastliðnum 20 árum og opnunartími þeirra lengst.

Ef þið kæmuð inn í þessar búðir myndu þið strax fá það á tilfinninguna að áfengi væri guðaveigar. Það er selt í fallegustu verslunum landsins. Það eru 2-3 starfsmenn (svona nánast) á hvern viðskiptavin. Þú ert boðinn velkominn um leið og þú stígur þarna inn fæti og gott ef ég fann ekki höfuga reykelsislykt taka fallega á móti mér!

Og það sem meira er, það kemur sjaldan eða aldrei fyrir að alþingismenn og/eða ráðherrar leggi fram frumvarp þess efnis að banna áfengi, þennan heilsuspillandi drykk. Og þarna stendur hnífurinn í kúnni, segir geimveran ábúðarfull. Umræða stjórnmálamanna um skaðsemi áfengis kemur BARA fram þegar einhverjum vesalingi dettur í hug að afnema ríkiseinokunina. Þá verða menn algjörlega galnir og segja að það verði að halda áfengi frá ungu fólki. Að það megi ekki auka aðgengi þeirra að því.  Já sæll, það var nefnilega það. Hið opinbera er nefnilega sjálft búið að auka aðgengi allra landsmanna að áfengi undanfarin ár. Þar af leiðandi hallast ég að því, segir geimveran, að hið opinbera sé að blekkja landsmenn og telja þeim trú um að áfengi sé hræðilegt böl bara til þess að geta sjálft séð um söluna. Því í ósköpunum ættu ríkisstofnanir í landi að selja fólki eitur? Það meikar bara engan sens! Og meiraðsegja þó áfengi væri óhollt, er það þá eitthvað minna óhollt í ríkisverslunum eða annars staðar? Er það minna óhollt á laugardögum en á sunnudögum? Er það óhollara í Hagkaupsbúð? Maður spyr sig. Frásögn geimverunnar lokið.

Elsku vinir, er ekki kominn tími til að þroskast upp úr þessari vitleysu? Ímyndum okkur vændi í þessari stöðu. Ímyndum okkur að bæði sala og kaup á vændi væri löglegt, bara svona til þess að ríkið geti haft stjórn á ósómanum. Til þess að draga úr eftirspurninni eftir vændi þá myndi ríkið ekki koma því fyrir á fáförnum dimmum stöðum í ljótum húsum heldur selja það í gríðarlega fallega dísænuðum hýbýlum í Kringlunni, Smáralind og mörgum stöðum úti á landi. Starfsfólkið í mótttökunni væri með sérþekkingu á hverskonar kynlíf gæti hentað við ákveðnar kringumstæður. Ef vændiskaupandi er gamall og þollítill hentar ef til vill ekki spræk tönuð (e. tannin) ung stúlka. Fyrir ungan mann væri slíkur kvenmaður þó kostur. Á aðventunni væri t.d. boðið upp á vandað kristilegt kynlíf fyrir þá sem vilja og bíttar engu hvaða trú menn aðhyllast því allt verður til. Og þar fram eftir götunum. Á þennan hátt , kæru vinir, getur ríkisvaldið komið í veg fyrir það að vændiskaupendur breytist í svín en hvatt þá frekar til að nota það á ábyrjan hátt.

Juliet has left the balcony.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Í fjórðu efnisgrein geturðu þess að geimveran segi 'fólkinu' heima hjá sér að á hinni undarlegu plánetu sé fólki seldur vökvi sem breyti því í svín.

Þá spyr ég. Vita geimverurnar hvað svín er? Fyrirfinnast slíkar skepnur á þeirra plánetu?

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2010 kl. 12:48

2 identicon

hahahahhaahahaaaa þú ert snilldarpenni Svandís mín!

Gígja Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband