Týndur unglingur??

Ég get ekki orða bundist. Talandi um rangar uppeldisaðferðir. Undanfarna daga er búið að lýsa eftir 15 ára gamalli unglingsstúlku sem ég þekki vel til. Stúlkan er náin vinkona dóttur minnar og hefur verið búsett á fósturheimili síðastliðið ár. Fyrir stuttu síðan flutti hún aftur heim til mömmu sinnar en þær hafa ekki átt auðvelt með samskipti. Síðasta föstudagskvöld er stúlkan úti við ásamt vinum sínum en hún átti að koma heim til sín klukkan 12. Sem hún gerir ekki. Stuttu eftir 12 á miðnætti stendur hún fyrir utan heimili sitt vitandi það að hún sé að brjóta útivistarreglur heimilisins. Þar sem hún stendur úti við fær hún sms skilaboð frá móður sinni þar sem henni er sagt að hún skuli ekki hafa fyrir því að koma heim. Þar standi henni ekki opnar dyr. Semsagt, refsingin fyrir það að vera of lengi úti er sú að vera úti ALLA NÓTTINA og næturnar þar á eftir.  Stúlkan fer grátandi til vinkonu sinnar og fær að gista. Að tveimur, þremur sólarhringum liðnum lætur móðirin lýsa eftir henni í stað þess að hafa samband við vinkonur hennar og koma skilaboðum til dóttur sinnar þannig. Í fjölmiðlum hefur móðirin lýst því yfir að hún sé með áhyggjur af dóttur sinni vegna þess að hún sé í slæmum félagsskap. Og ég efa ekki að hún hafi rétt fyrir sér í því. Það er samt undarleg uppeldisaðferð að reka barn, sem er ekki einu sinni orðið sextán ára gamalt, að heiman og beint í opinn faðminn á slæma félagsskapnum sem móðurinni stendur svo mikill stuggur af. Nú er ég ekki að segja að það sé auðvelt að ala upp börn. Sérstaklega ekki unglinga. Það þekkir undirrituð af eigin raun. Og vissulega finn ég til með móðurinni í þessum aðstæðum. En þó viðkomandi stúlka sé ekki auðvelt barn þá er hún alls ekki slæm. Hún á í ýmsum erfiðleikum, þ.á.m. tilfinningalegum. En það sem hún þarfnast mest er heimili sem býður hana velkomna.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við þessar upplýsingar, þá virðist viðkomandi móðir vera algjörlega ófær um að ala upp barn/börn og fréttir af þessu hörmulega máli benda til þess að lögreglunni sé nokkuð kunnugt um það.   

Stefán (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband