konuklám

Las svo fyndna sögu á veraldarvefnum um daginn. Kona ein (bandarísk) var að ræða farsælt hjónaband sitt á dögunum. Hún var spurð að því hvernig þau hjónin hefðu farið að því að vera svona sátt og farsæl í langan tíma. Hún sagði að það væri vegna klámvæðingarinnar. Eins og skilja má svelgdist fólki á morgunkaffinu sínu við þessar fregnir. Ein jólin, fyrir ekki svo löngu, var hún (eiginkonan) á hundrað kílómetra hraða á klukkustund að undirbúa jólin. Þetta er augljóslega kvenskörungur og húsmóðir mikil, en hún verslaði, skreytti, föndraði, skrifaði jólakort, trommaði með fjölskylduna í myndatöku, keypti föt á alla, bakaði og eldaði, sem mest hún mátti. Eiginmaðurinn upplifði sig útundan og "sífraði sífellt í henni" (hennar orð) og suðaði um kynlíf. Eftir nokkra svona daga var eiginkonan orðin örg á sífrinu í manninum, skellti nokkrum spólum og blöðum í fangið á honum og hvæsti: "til hvers heldurðu að við konur höfum fundið upp klámið?" Hundskastu nú inn í herbergi og láttu fara lítið fyrir þér." Þetta gerði víst trikkið, en þau hjónin hafa verið sæl upp frá þessu.

 Það sem ég hló. En maðurinn hlýtur þá að vera kominn með stórt einkasafn af ákveðnu efni, bæði á spóluformi sem og í myndablöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband