Ég vil kirkjufrí og það strax!

Mér leiðist kirkjan. Mér leiðist trú. Mér leiðast boðorðin 10. Þess vegna ákvað ég að standa með guðleysingjunum og styðja aðskilnað ríkis og kirkju. Það var nebblega það. Ef ég hefði vitað út í hvað ég væri að fara hefði ég snarhætt við og fengið mér nýja kennitölu.

Bloggfærslurnar, Kastljósumræðurnar, fésbókarstatusarnir og pistlarnir um trúboð og kristna kirkju eru endalausir. Og virðast margfaldast í viku hverri. Það er hvorki hægt að opna dagblað né sæna sig inn á netið án þess að reka augun í þessa umfjöllun. Ég reyndi meira að segja um daginn að ganga um hverfið með augað dregið í pung en allt kom fyrir ekki. Umræðan barst mér til eyrna. Ég, sem guðleysingi, er í tísku. Vandinn er bara sá að kirkjan er líka komin í tísku. Kirkjan og kirkjunnar þjónar hafa aldrei fengið jafn mikla athygli í íslensku samfélagi og nú. Guð sjálfur hefur aldrei fengið jafn mikla athygli og nú. Meira að segja unglambið Jesús Kr (eins og einn hjartfólginn mér kallar hann) hefur aldrei verið jafn vinsæll og nú.

Ég sit í rúminu og rita þennan pistil með mikilli eftirsjá. Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei hróflað við kirkjunni. Ég vildi óska þess að ég hefði bara leyft henni að dorma áfram milli svefns og vöku. Ég afber ekki annan pistil um trúboð. Ég afber ekki annan pistil frá öðrum föður gegn trúboði. Ég afber heldur ekki fleiri lúðabrandara þess eðlis að með kirkjunni fari jólin (við vitum að íslenskir kaupmenn myndu aldrei heimila það). Eða páskaeggin. Ég vil frí! Kirkjufrí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hættu þessu þá bara og það hættir líka, og hættu svo að snúast um eigin sjálfhverfu og þá er engin hætta á að neinn mótmæli þér.

En ætlarðu virkilega að ímynda þér að þú hafir vakið upp  slíka umræðu að kirkjan hafi aldrei fengið aðra eins athygli? Ertu ekki bara að reyna að ná í svolítið af henni fyrir sjálfa þig.

Mér finnst þetta ömurlegt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2010 kl. 15:20

2 identicon

Hahaha, hvernig dettur þér í hug að ég telji mig eiga heiðurinn af þessari kirkju-umræðu? Þetta er myndlíking að sjálfsögðu, "ég" á við okkur guðleysingjana en ekki litlu mig. ég bið þig vel að lifa.

SNJ (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 15:47

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér datt það aldrei í hug, til þess eru skrifin of barnaleg,  ég bið þig sömuleiðis vel að lifa.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2010 kl. 18:17

4 identicon

hahaha. Þú færð mig til að hlæja. ég skoðaði bloggið þitt og sé að þú frábiður þér rudda- og dónaskap. Tekur það skýrt fram í nánast fyrstu línu. En ert svo ruddi og dóni sjálf. Merkilegt!

snj (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hvað er að elskan! Ég nenni ekki að blogga um trú og kirkjur. Svo ég hirði ekkert  um að tjá mig,við þig. En leit inn til að segja þér,að mér geðjast ekki að auglýsingum frá kaupmönnum sem eru hvimleiðar,þær byrja allar á jóla..... Er nema von að ´(Laddi) gerði frasann Jóla-hvað? ódauðlegan. Stressið er minna núna því allir hafa dregið í land með stúss og gjafir hygg ég. M. b. kv.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2010 kl. 01:02

6 identicon

elsku frænka, takk fyrir innlitið. ég var í hálskirtlatöku og er nú á netinu sem aldrei fyrr!

SNJ (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 06:41

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ha ha ha djísös maður elskan,  ruddi + ruddi = 2 ruddar, ég er bara skellihlæjandi, merkilegt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband