Eiga konur og hommar eitthvað sameiginlegt?

Þetta hefur lengi verið álitamál. Sumir líta svo á að gagnkynhneigðar konur og samkynhneigðir karlar séu ein og sama tegundin. Að einhvers staðar hafi orðið ruglingur í ferlinu. Að rif úr karli hafi í sumum tilvikum ekki breyst í konu heldur nokkurs konar karlkonu. En þessu trúa bara plebbar. 

 Ég get hins vegar sagt ykkur, kæru vinir, að þessi gáta er nú leyst. Bróðir minn kær, homminn í fjölskyldunni, fór í menningarreisu til Köben. Djammaði þar og djúsaði af mikilli lyst. Sagði mér fjálglega frá alveg hreint dásamlegum manni sem hann kynntist þarna úti, á hommabarnum. Svo kúltiveraður og ljúfur. Framkoman ein var svo fáguð að bæði konur og karlar lágu nær örend í gólfinu úr þrá. Sem dæmi um þetta segir bróðir minn að "hann [maðurinn] hafi bara komið óforvarendis aftan að honum, kysst hann á kinnina og farið svo að nudda hann um herðarnar", af riddaramennsku sinni einni saman. Og það alveg óbeðinn. Og þá vissi ég það. Gagnkynhneigðar konur og samkynhneigðir karlmenn eiga fátt sameiginlegt. Svo eitt er víst. Hvernig haldið þið að gagnkynhneigð kona myndi bregðast við sambærilegum tilburðum á Ölstofunni? Ef inn stormaði karlmaður, smellti rembingskossi á kinn og færi beint að nudda á manni axlirnar? Ef ég væri í sérstaklega góðu skapi þá myndi ég láta það nægja að segja honum með (köldu) brosi að hundskast í burtu. Annars myndi ég sennilega bregða fyrir hann fæti, fella hann og kýla hann í síðuna með krepptum hnefanum. 

Ástarkveðja

SNJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gagnkynhneigðar konur eru frekjur!! Skilaðu kveðju til systkinanna,frænka góð.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 13:55

2 identicon

Hahahaha. Geri það frænka!

snj (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband