Að raka hár af kynfærum

Þar sem ég stóð í sturtunni í morgun og mundaði hársköfuna flaug í huga mér hversu lítilfjörlegur þessi atburður er. Kona (eða karl) tekur sér annars hugar hársköfu í hendi og rakar af sér líkamshár í flýti á meðan hú veltir því fyrir sér hvort hún eigi að hafa kjúkling eða fisk í kvöldmatinn. Eða reynir að rifja upp hvort einhver mikilvægur fundur sé á dagskrá í morgunsárið. Hárin fljúga síðan af og konan heldur áfram morgunverkum sínum.

Þessi óspennandi, nokkurra mínútna snyrting er nú til mikillar umfjöllunar í miðlum landsins, þá sérstaklega rakstur kynfærahára kvenna. Ekki hef ég rekist á umræðu um kynfærarakstur karla en það er eðlilegt því karlar mega allt og því skiptir ekki máli hvort þeir raki sig eður ei. Ég hef heldur ekki heyrt talað um rakstur í handarkrika né mikla umræðu um rakstur fótleggja. Aðalmálið eru kynfæri kvenna. Píkan. Eins og alltaf. Þessi blessaði líkamshluti virðist alltaf vera upphaf og endir alls. Og er af þeim sökum aldrei einkamál konunnar sem einstaklings. Í gegnum aldirnar hafa fylkingar í samfélaginu rifist og slegist um eðli og hlutverk vagínunnar eins og hún sé ekki eign þeirrar konu sem hana ber.

Femínistar segja að píkurakstur sé óhollur og tengist samfélagslegum vandamálum og ljótleika á borð við barnaklám og klámvæðingu almennt. Að raksturinn sé hluti af hugmyndafræði karlaveldisins og sé þannig leið til þess að brennimerkja konuna sem kyntákn og barn. Einnig er vísað til þess að rakstur kynfæra sé óeðlilegur, að hárin hafi t.a.m. þann tilgang að verja konuna gegn sýkingum. Femínistar eru því mótfallnar þessum hárfjarlægingum og segja í raun að það sé samfélagsleg ábyrgð okkar að draga úr þeim.

Þessi afstaða hefur svo sannarlega verið gagnrýnd (stundum á óvæginn hátt). Sumir eru málefnalegri en aðrir og segja að afstaða femínista einkennist af forræðishyggju og fordómum á meðan harðari andstæðingar tala um brjálað ofstæði og öfgar. Að það megi ekkert gera. Að allt eigi að vera bannað. Að femínistar séu snargeðveikir og algjörlega kreisí (sem er auðvitað bara blammering en ekki málefnaleg gagnrýni).

Svo eru nokkrir raunsæismenn inn á milli sem vísa í orð ýmissa lækna sem hafa haldið því fram að sýkingarhættan sem stafi af kynfærarakstri sé lífsseig mýta sem á við fá rök að styðjast. Í því sambandi má t.d. nefna einn kvenkyns lækni sem segir að líkamshár geti líka verið gróðrarstía fyrir alls kyns sýkla og aðra óværu. Sem að mínu mati meikar sens, eins og sagt er á góðri íslensku.

Ég er sjálf hins vegar alveg bit á þessari umræðu. Og finnst hún engu máli skipta. Mín píka er ekki eign samfélagsins. Hún er mín eign og á minni ábyrgð. Öðrum kemur það ekkert við hvað ég geri við hana. Nákvæmlega ekki neitt.

Ég sem kona er þreytt á því að samfélagið hafi ætíð skoðun á mínum kynfærum eða hvernig ég fer með minn líkama. Ég vil fá að ráða mér sjálf, svo langt sem það nær. Auðvitað veit ég að hegðun mín er ekki algjörlega einstaklingsbundin, heldur einnig mótuð af samfélaginu. Eins og allir einstaklingar. Það sem stingur mig hins vegar í hjartastað er að samfélagið er uppteknara við að stýra konum en karlmönnum. Og þá jafnvel lítilfjörlegum atburðum eins og þeim að raka af sér líkamshárin. Femínistar eru þarna engin undantekning.

Ég skelli því skollaeyrum við þessari umræðu og vangaveltu. Mér er nákvæmlega sama hvað ykkur finnst. Ég á mig sjálf, ég ræð mér sjálf og sýni þeim fingurinn sem reyna að stýra líkamssnyrtingu minni. Vegna þess að ég þori, ég get og vil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og takk fyrir þennan pistil. Þú skrifar nákvæmlega það sem ég er að hugsa ; )

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 11:45

2 identicon

Á ekki að fá sér kollu á rottuna... ha :P
http://www.youtube.com/watch?v=p4Wyp1WhJGw

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 12:18

3 identicon

Þú skefur ekki utan af því ,eða þannig.   Það er gott að fólk geti tala hreint út um hlutina.A.m.k. svona af og til , þó diplómatía og feimni hafi vissulega sinn sjarma líka.   Heyrði einhversstaðar að til stæði að skilgreina það sem barnaklám ef konur (væntanlega á klámsíðum) klæddu sig "barnalega" hvað sem það þýðir.  Gæti maður átt á hættu að verða ákærður fyrir barnaklám ef hann  slysast inn á netsíðu með myndum af konu (eldri en 18)með tíkarspena og rakaða p. (svona er maður nú teprulegur)  og  þannig lagður að jöfnu við raunverulegan níðing?

Forræðishyggjan getur orðið of mikil og farið að vinna gegn markmiðum sínum, ef t.d. illa skilgreindir glæpir verða fremur vopn í hagsmunabaráttu en til verndar þeim smæsta. Hitt er annað mál að bráðnauðsynlegt er að berjast á móti barnaklámi og næstum fyrir sig  að grilla einn og einn saklausan í þeirri baráttu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 13:02

4 identicon

Frábær pistill, sem er kærkominn vegna þessarar píkuumræðu (þvílík umræða líka!). Eins og þú réttilega bendir á er þetta einkamál hvers og eins kven og karlmenn mega raka sig allstaðar og hvergi ef því er að skipta. Brá samt svoldið þegar ein ung kona í sturtu ræktarinnar skellti annari löppinni upp á vegg mundaði sköfuna og skóf eins og vindurinn. Viðurkennist hér að mér hálf brá og reyndi að stara ekki á veggja-glennuna. Það er staður og stund fyrir allt, líka píkurakstur.

Erna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:04

5 identicon

Ég skil mjög vel hversvegna fólk er að tjá sig um þetta.

Fólk vill ekki að aðrir séu að reyna að stjórna því með annarlegum aðferðum eða ótökstuddum áliktunum, sem gera fátt annað en að búa til einhverskonar hjátrú eða politically correct hugsun ( eða rakstur).

Þessar greina þurfa svo sannarlega á gagnríni að halda.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:36

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Svandís mín! Eitthvað verða þeir að fjalla um,sem hafa sökkt sér í nám um samfélagsleg efni. Þannig umræða ratar oft í fjölmiðla,býður misgóðan þokka. Það er sífellt verið að segja okkur hvað er hollt að borða, úti að ganga,hafa nægan svefn. Allt gott um það,maður ræður þá sjálfur hvort maður les þær. Veistu! Krissi og Gúddý gáfu okkur bókina ,,Árin eftir sextugt,, við opnuðum hana aldrei,hún er í sínu sellofoni. Kanski gef ég þeim hana,sjá hvort þau muna eftir henni,ættin er alltaf til í djók.

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2012 kl. 00:32

7 identicon

Haha elsku frænka, það væri reyndar sniðugt. Nú eru þau að nálgast þennan aldur og myndu örugglega geta notað bókina.

 Þið hin, kærar þakkir fyrir góðar athugasemdir!

SNJ (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband